Press "Enter" to skip to content

Jólagjafahugmynd – Merino ullarsett

Mjúkar gjafir þurfa ekki að vera slæmar eins og margir vilja meina, sérstaklega ekki þegar þær eru gefnar útivistargörpum! Og hvað þurfa allir útivistargarpar? Jú, grunnlag úr merino ull.

Við höfum rætt merino ullina áður í færslu hér, endilega kynnið ykkur hana því að þessu sinni ætlum við ekki að staldra við efnið sjálft né notkun þess, Heldur förum við beint í meðmælin, merino ullarsett frá 66°Norður.

Settið, buxur og bolur, heitir Básar og koma í svörtu og gráu. Þau eru gerð úr slitsterkri merino ull og endast því vel og lengi. Ullin er mjúk og ertir ekki og hentar því þeim sem eru viðkvæmir fyrir. Ef svo er þá mælum við með því að taka gráa litinn þar sem hann er minna unninn og ekki litaður.

Eins og fyrr segir eru þetta flíkur sem allir ættu að eiga eitt sett af inn í skáp hjá sér, hvort sem þeir eru útivistarmenn eða ekki, þá nýtist merino ull ávalt.

Bolurinn kostar 12.500kr og buxurnar 11.900kr og veittur er afsláttur ef settið er keypt saman. Tjékkið á þessu!