Description
Stefnan er sett á Esjuna, alla leið yfir hana! Komdu með!
Við hefjum leika í Eilífsdal og göngum þaðan á Skálatind, þræðum flatann þar upp á Hábungu Esjunnar og komum loks niður á Þverfellshornið sem svo margir þekkja. Um mjög fallega leið er að ræða þar sem útsýnið er mikið, allt frá Hvalfirði og Kjós og yfir á Höfuðborgarsvæðið þegar yfir er komið.
Þar sem um A til B göngu er að ræða mun rúta keyra okkur frá Esjustofu og yfir í Kjós.
Gangan er um 15km löng með 1000m hækkun. Hún tekur okkur um 6-7 klst. og fer það alfarið eftir færð á fjallinu. Landslagið er af öllum toga, frá lausri mold til grófari steina. Góðir gönguskór eru því vænlegir til vinnings þennan daginn. Leiðin hentar öllum þeim sem treysta sér í langa göngu, mesta hækkunin kemur fyrri part dags.
ATH aðeins 16 sæti í boði!
Nánari upplýsingar eru veittar með tölvupósti á netfanginu info@afstad.com eða í síma okkar 790 2800.
Innifalið:
– Leiðsögn
– Rúta
Verð : 14.900kr.
Sendur er reikningur á þátttakendur og telst sæti frátekið þegar hann er greiddur.
Nánari upplýsingar um útbúnað, fyrirkomulag og dagskrá eru sendar með staðfestingarpósti.
Vertu í bandi – spurðu – komdu með!