Description
Herðubreið eða drottning íslenskra fjalla eins og það er oft kallað er magnað fjall og eitthvað sem sannir fjallgöngumenn ættu að heimsækja! Ferðalagið inn að Herðubreiðalindum, ferðin upp að fjallinu, uppgangan og útsýnið af toppnum, allt er þetta sannkallað ævintýri. Á svæðinu er líka eitt fallegasta tjaldsvæði landsins, í Herðubreiðarlindum.
Við munum keyra í samfloti að upphafsstað göngu og leggja strax í brattar brekkur fjallsins. Leiðin er um 8-15km löng og fer alfarið eftir því hversu langt við náum að keyra. Hækkunin er 1.000m og tekur gangan okkur um 9 klst. Ferðin hentar þeim sem treysta sér í langan dag á fjöllum og brattar brekkur þess. Gert er ráð fyrir að þátttakendur séu í góðu líkamlegu formi.
Nánari upplýsingar eru veittar með tölvupósti á netfanginu info@afstad.com eða í síma okkar 790 2800.
Ath. aðeins er fært jeppum að upphafsstað göngu og reynt verður að sameinast í bíla eftir fremsta megni.
Innifalið:
– Leiðsögn
Verð : 14.900kr.
Sendur er reikningur á þátttakendur og telst sæti frátekið þegar hann er greiddur.
Nánari upplýsingar um útbúnað, fyrirkomulag og dagskrá eru sendar með staðfestingarpósti.
Vertu í bandi – spurðu – komdu með!