Jarlhettur

8.900 kr.

2022 dagsetningar:
– 16. júlí
– 13. ágúst

Boðið er upp á sérferðir fyrir hópa – sendu fyrirspurn á info@afstad.com

Category:

Description

Jarlhettur standa tignarlegar við Eystri Hagafellsjökul í Langjökli. Móbergshryggurinn teygir sig í um 14km með mörgum fallegum toppum. Úr fjarska er hann fallegur, af toppnum er hann magnaður! Og þangað ætlum við sunnudaginn 29. ágúst!

Gangan er um 14 km löng með 900m heildar hækkun. Hún mun taka okkur ca 7-8 klst með góðum stoppum á leiðinni. Hún hentar öllum þeim sem eru til í lengri dag upp á hálendi Íslands. Leiðin er gróf og því góðir gönguskór nauðsynlegir. Mikið er um laust grjót og möl og því er ekki farið hratt yfir.

Hópurinn hittist við Gullfosskaffi kl. 9 og keyrir í samfloti á upphafsstað göngu þar sem hún hefst um hálftíma síðar. Keyrður er vegur F355 í átt að Hagavatni, hann er fær jepplingum.

Nánari upplýsingar eru veittar með tölvupósti á netfanginu info@afstad.com eða í síma okkar 790 2800.

Innifalið:
-Leiðsögn

Verð : 8.900kr.
Sendur er reikningur á þátttakendur og telst sæti frátekið þegar hann er greiddur.
Nánari upplýsingar um útbúnað, fyrirkomulag og dagskrá eru sendar með staðfestingarpósti.

Ferðaskilmálar

Vertu í bandi – spurðu – komdu með!