Þórisjökull 1.350m

From: 15.900 kr.

2024 dagsetningar:
– 29. júní
– 19. október

Boðið er upp á sérferðir fyrir hópa – sendu fyrirspurn á info@afstad.com

Category:

Description

Þórisjökull bíður okkar í öllu sínu veldi! Þetta er einn af þessum jöklum sem hver og einn ætti að ganga á og merkja við! Útsýnið er fallegt af toppnum en jafnfram á leiðinni upp. Kaldidalur, OK, Langjökull o.fl. sem mun fanga augað okkar.

Ferðin hefst í Kaldadal þar sem við förum yfir útbúnað okkar og höldum svo á leið. Landslagið er af öllum toga og góðir gönguskór því málið. Við göngum að fjallinu og hefjum svo uppgönguna áður en við komum að snjólínu. Eftir að henni hefur verið náð er hækkunin róleg á fótinn, alla leið upp á topp!

Gera má ráð fyrir ca 7-8 klst göngu og 18km vegalengd. Hækkunin er um 850m og stærsti hluti hennar er tekinn út þegar uppgangan hefst að snjólínu. Þetta er frábær ferð og hentar þeim sem treysta sér í langan dag á fjöllum. Stoppað er reglulega til að mynda, drekka og snarla.

 

ATH. Þessi ganga krefst jöklabúnaðar, jöklabrodda, exi, beltis og karabínu. Þessa hluti er hægt að leigja í útivistarbúðum.

Nánari upplýsingar eru veittar með tölvupósti á netfanginu info@afstad.com eða í síma okkar 790 2800.

Verð : 15.900kr.
Greitt er 7.000kr. í staðfestingargjald við skráningu og telst sæti vera frátekið þá
Greitt er 8.900kr. í lokagreiðslu eigi síðar en fjórum vikum fyrir brottför.
Sendir eru reikningar á þátttakendur.
Nánari upplýsingar um útbúnað, fyrirkomulag og dagskrá eru sendar með staðfestingarpósti.

Ferðaskilmálar

Vertu í bandi – spurðu – komdu með!