Eiríksjökull 1.672m

From: 17.900 kr.

2024 dagsetningar:
– 17. ágúst

Boðið er upp á sérferðir fyrir hópa – sendu fyrirspurn á info@afstad.com

Category:

Description

Stefnan er sett á Eiríksjökul, ævintýraleiðina! Við munum ganga á jökulinn meðfram Strút og í gegnum Hallmundarhraun. Leiðin er löng og hentar þeim sem eru í góðu líkamlegu formi og treysta sér í langan dag á fjöllum. Athugið að fyrsti partur leiðar, að fjallinu, er langur en þó ekki með neinni hækkun.

Leiðin er falleg og fjölbreytt og því verður töluvert um myndastopp og gengið með það í huga að njóta frekar en að þjóta.

Gangan er um 34km löng, með um 1100m hækkun og ætti að taka okkur 12-14 klst. Af þessari vegalengd eru 20km á jafnsléttu og því ekki um hækkun að ræða þar. Ferðin hefst og endar á bílastæðinu í grennd við Surtshelli og koma þátttakendur sér sjálfir þangað.

Nánari upplýsingar eru veittar með tölvupósti á netfanginu info@afstad.com eða í síma okkar 790 2800.

Verð : 17.900kr.
Greitt er 7.000kr. í staðfestingargjald við skráningu og telst sæti vera frátekið þá
Greitt er 10.900kr. í lokagreiðslu eigi síðar en fjórum vikum fyrir brottför.
Sendir eru reikningar á þátttakendur.
Nánari upplýsingar um útbúnað, fyrirkomulag og dagskrá eru sendar með staðfestingarpósti.

Ferðaskilmálar

Vertu í bandi – spurðu – komdu með!