Sveinstindur 2.044m

From: 25.900 kr.

2024 dagsetningar:
– 4. maí

Category:

Description

Brattar hlíðar, jöklasprungur, magnaðir tindar og þvílíkt útsýni…þetta er íslenska alpasvæðið í sinni bestu mynd!

Við setjum stefnuna á Sveinstind, annan hæsta tind landsins og nágranna Hvannadalshnúks! Tindurinn er ekki síðri þeim hæsta og því frábært ferðalag framundan. Leiðin er löng og krefjandi eins og þær eru flestar í Öræfum og um mikla áskorun er að ræða.

Gangan er brött á fótinn og því ekki farið hratt yfir. Gengin verður svokölluð Læknaleið frá Kvískerjum en hún er nefnd í höfuðið á Sveini Pálssyni sem talinn er hafa gengið leiðina fyrstur manna. Leiðin hefst á grófum brekkum áður en komið er í snjó í um 600m hæð. Jökulröndin hefst í ca 1.000m hæð þar sem farið verður í línur og gengið í þeim það sem eftir er dagsins. Þar sem um hájökul er að ræða er nokkuð um sprungur á leiðinni og færðin breytileg hverju sinni. Gengið er að Sveinsgnípu og loks á Sveinstind. Gangan er um 24km löng með um 2.000m heildarhækkun. Hún mun taka okkur um 15-17 klst og fer það alfarið eftir færi á jöklinum. Þetta er krefjandi ferð sem reynir á þol og úthald ferðalanga.
Í þessari göngu er notaður jöklabúnaður, jöklabroddar, ísexi og belti. Hann er hægt að leigja í útivistarverslunum.

Stoppað er reglulega til að borða nesti og taka myndir.
Farið er aðfaranótt laugardags, start á milli kl. 1-2 og þurfa þáttakendur því að vera komnir á svæðið daginn/kvöldið áður. Sunnudagur er hafður til vara ef ske kynni að fresta þurfi sökum veðurs.

Nánari upplýsingar eru veittar með tölvupósti á netfanginu info@afstad.com eða í síma okkar 790 2800.

ATH : aðeins 16 sæti í boði.

Innifalið:
-Leiðsögn
-Undirbúningsfundur fyrir tindinn

Verð : 25.900kr.
Greitt er 10.000kr. í staðfestingargjald við skráningu og telst sæti vera frátekið þá.
Greitt er 15.900kr. í lokagreiðslu eigi síðar en fjórum vikum fyrir brottför.
Sendir eru reikningar á þátttakendur.
Nánari upplýsingar um útbúnað, fyrirkomulag og dagskrá eru sendar með staðfestingarpósti.

Ferðaskilmálar

Vertu í bandi – spurðu – komdu með!