Eyjafjallajökull 1.651m

From: 15.900 kr.

2024 dagsetningar:
– 28. mars (páskaferð)
– 20. apríl
– 25. apríl (sumardagurinn fyrsti)

Boðið er upp á sérferðir fyrir hópa – sendu fyrirspurn á info@afstad.com

Category:

Description

Eyjafjallajökull bíður okkar með öllu sínu útsýni af toppnum!

Ferðalagið hefst við Seljavelli og stefnt verður á Hámund í um 1.600m hæð. Gangan er um 16 km löng með um 1.600m heildar hækkun. Hún mun taka okkur ca 8-10 klst og fer það alveg eftir færð á jöklinum. Þetta er krefjandi ferð og hentar þeim sem hafa stundað fjallgöngur áður og treysta sér í langan dag á fjöllum.
Stoppað er reglulega til að mynda, drekka og snarla.

ATH. Þar sem gengið er í línu þá krefst þessi ganga jöklabúnaðar, jöklabrodda, exi, beltis og karabínu. Þessa hluti er hægt að leigja í útivistarbúðum.

Nánari upplýsingar eru veittar með tölvupósti á netfanginu info@afstad.com eða í síma okkar 790 2800.

Verð : 15.900kr.
Greitt er 7.000kr. í staðfestingargjald við skráningu og telst sæti vera frátekið þá
Greitt er 8.900kr. í lokagreiðslu eigi síðar en fjórum vikum fyrir brottför.
Sendir eru reikningar á þátttakendur.
Nánari upplýsingar um útbúnað, fyrirkomulag og dagskrá eru sendar með staðfestingarpósti.

Ferðaskilmálar

Vertu í bandi – spurðu – komdu með!