Description
Birnudalstindur er fallegur og krefjandi, 1.356m hár tindur, í Kálfafellsfjöllum. Hann býður upp á eina fallegustu fjallasýn landsins af toppnum, með góðu útsýni til allra átta. Að ganga á tindinn er því sannkallað ævintýri og með góðri þjálfun er hann á færi flestra. Nú er því nægur tími til undirbúnings!
Gengin er Staðardalsleið, inn Staðardal og síðar upp að hluta með Birnuá í átt að Miðfelli og Hálsatindum. Uppgangan á toppinn sjálfan er brött á fótinn og verðlaunar mann með fallegu útsýni yfir nærliggjandi tinda og dali.
Stoppað er reglulega til að borða nesti og taka myndir.
Farið er aðfaranótt laugardags, start á milli kl. 2-3 og þurfa þáttakendur því að vera komnir á svæðið daginn/kvöldið áður. Sunnudagur er hafður til vara ef ske kynni að fresta þurfi sökum veðurs.
Göngulengdin er um 21km með um 1.400m heildarhækkun. Gangan tekur að öllu jöfnu 11-13 klst og fer það alfarið eftir færi. Þetta er krefjandi ferð sem reynir á þol og úthald ferðalanga.
Í þessari göngu er notaður jöklabúnaður, jöklabroddar, ísexi og belti. Hann er hægt að leigja í útivistarverslunum.
Nánari upplýsingar eru veittar með tölvupósti á netfanginu info@afstad.com eða í síma okkar 790 2800.
ATH : aðeins 16 sæti í boði.
Innifalið:
-Leiðsögn
-Undirbúningsfundur fyrir tindinn
Verð : 25.900kr.
Greitt er 10.000kr. í staðfestingargjald við skráningu og telst sæti vera frátekið þá
Greitt er 15.900kr. í lokagreiðslu eigi síðar en fjórum vikum fyrir brottför.
Sendir eru reikningar á þátttakendur.
Nánari upplýsingar um útbúnað, fyrirkomulag og dagskrá eru sendar með staðfestingarpósti.
Vertu í bandi – spurðu – komdu með!