Snæfjallaströnd og Jökulfirðir

From: 45.000 kr.

2024 dagsetningar:
– 27. júní – 30. júní
– 25. júlí – 28. júli

Category:

Description

Komdu með okkur í einstaka ferð á þetta fallega og fáfarna svæði, eina af perlum Vestfjarða! Við ætlum að bera allt á bakinu og ganga um fjörur, heiðar og firði, í leit að ævintýrum. Þessi ferð mun skilja margar minningar eftir!

Gengið verður meðfram Snæfjallaströndinni og gömul býli skoðuð áður en farið verður yfir fjöllin og inn í Jökulfirðina. Við göngum í hring og byrjum og endum því á sama stað, 4 dögum seinna.

Þetta er frábær leið þar sem fjölbreytileikinn ræður ríkjum. Dagleiðirnar eru mismunandi og gert er ráð fyrir að þátttakendur séu í ágætis gönguformi.

Dagskráin er eftirfarandi:

Dagur 1 – Tirðilmýri – Sandeyri (13km – 20m hækkun – 3 klst)
Hópurinn hittist við bæinn Tirðilmýri þar sem vegurinn endar. Við rennum í gegnum búnaðinn okkar og höldum af stað í fyrsta daginn. Nú verður gengið í fjörunni og hækkunin því lítil. Á vegi okkar verða margar perlur og útsýni yfir Djúpið.

Dagur 2 – Sandeyri – Sútarabúðir (15km – 600m hækkun – 6 klst)
Við kveðjum Snæfjallaströndina í dag og höldum upp með Berjadalsá og yfir fjöllin, alla leið á Sútarabúðir í Grunnavík. Þar munum við eflaust rekast á einn og annan þar sem um mjög fallegan og vinsælan stað er að ræða.

Dagur 3 – Sútarabúðir – Flæðareyri (15km – 300m – 6 klst)
Við höldum yfir heiði og með ströndinni í dag yfir á Flæðareyri. Hér mætast fjöllin og fjaran og græna lyngið allt um kring. Við munum þurfa að vaða yfir ár og læki og gerir það daginn ennþá skemmtilegri.

Dagur 4 – Flæðareyri – Tirðilmýri (19km – 700m hækkun – 8 klst)
Við tökum síðasta daginn snemma og kveðjum Flæðareyri , höldum upp í fjöllin. Höldum upp meðfram Dynjandisá upp á hæsta punkt okkar í um 600m hæð. Lækkunin verður síðan þægileg og göngum við niður í Unaðsdal og að upphafsstað okkar þar sem bílarnir bíða.

 

Nánari upplýsingar eru veittar með tölvupósti á netfanginu info@afstad.com eða í síma okkar 790 2800.

Innifalið:
-Leiðsögn
-Undirbúningsfundur fyrir ferð

 

Verð : 45.000kr.
Greitt er 20.000kr. í staðfestingargjald við skráningu.
Greitt er 25.000kr. í lokagreiðslu eigi síðar en fjórum vikum fyrir brottför.
Sendur er reikningur á þátttakendur og telst sæti frátekið þegar hann er greiddur.
Nánari upplýsingar um útbúnað, fyrirkomulag og dagskrá eru sendar með staðfestingarpósti.

Allar nánari upplýsingar eru sendar út með staðfestingarpósti eftir að skráningu lýkur.

Ferðaskilmálar

Vertu í bandi – spurðu – komdu með!