Hringferð um Kerlingarfjöll

From: 40.000 kr.

2024 dagsetningar:
12. júlí – 14. júlí

Category:

Description

Kerlingarfjöll eru perla fyrir útivistarfólk sem löngu hefur stimplað sig inn í huga okkar. Svæðið í kringum fjöllin er þó eitthvað sem færri hafa skoðað og er það mögnuð paradís! Fjallasýnin og víðlendið heillar hvern þann sem gerir sér ferð á “bakvið fjöllin”. Þangað ætlum við einmitt með allt á bakinu, slökkt á símum og tilbúin í ævintýri.

Leiðin skiptist í þrjá göngudaga og eru þeir misjafnir, á hverjum degi er ný upplifun. Frá sléttum til fossa og loks fjalla. Við göngum á milli lítilla tjaldsvæða þar sem við gistum í tvær nætur úti. Matur, fatnaður, tjald, dýna og svefnpoki, allt fylgir okkur á hverjum degi.

Dagskráin er eftirfarandi:

Dagur 1 – Ásgarður – Kisubotnar (14km – 150m hækkun – 4 klst)
Við skiljum bíla okkar eftir við Ásgarð og hefjum gönguna. Gengið er á þægilegum malarvegi og loks stigum. Lítil hækkun er þennan daginn og gengið meðfram Loðmundi alla leið á litla tjaldsvæðið okkar í Kisubotnum.

Dagur 2 – Kisubotnar – Klakkur (11km – 250m hækkun – 5 klst)
Í dag göngum við að skálanum við fjallið Klakk. Dagurinn er þægilegur þó að hækkunin er örlítið meiri en daginn áður. Við göngum fram hjá fallegum giljum og fossum og sjáum Kerlingarfjöllin frá nýju sjónarhorni.

Dagur 3 – Klakkur – Ásgarður (16km – 700m hækkun – 7 klst)
Í dag tökum við fjalladag og göngum yfir fjallgarðinn til baka í Ásgarð. Þetta er útsýnisdagur þar sem hækkunin er meiri. Þegar upp er komið fáum við magnað útsýni yfir svæðið í heild sinni.

 

Nánari upplýsingar eru veittar með tölvupósti á netfanginu info@afstad.com eða í síma okkar 790 2800.

Innifalið:
-Leiðsögn
-Undirbúningsfundur fyrir ferð

 

Verð : 40.000kr.
Greitt er 20.000kr. í staðfestingargjald við skráningu.
Greitt er 20.000kr. í lokagreiðslu eigi síðar en fjórum vikum fyrir brottför.
Sendur er reikningur á þátttakendur og telst sæti frátekið þegar hann er greiddur.
Nánari upplýsingar um útbúnað, fyrirkomulag og dagskrá eru sendar með staðfestingarpósti.

Allar nánari upplýsingar eru sendar út með staðfestingarpósti eftir að skráningu lýkur.

Ferðaskilmálar

Vertu í bandi – spurðu – komdu með!