Description
Hornstrandir þarf varla að kynna fyrir göngufólki og á hverju ári leggja margir svæðið undir sig, ganga um og njóta þeirrar mögnuðu náttúru sem þar er í boði. Og það er akkúrat það sem við ætlum að gera í júlí. Framundan er stórkostleg ferð þar sem allar helstu perlur svæðisins verða heimsóttar, tjaldbúðir settar upp á sama stað og ferðast þægilega um á göngudögum. Ekki missa af þessari upplifun með okkur!
Við munum sigla inn í Veiðileysufjörð, ganga þaðan yfir í Hornvík og setja þar upp tjaldbúðir. Þaðan verður farið í ýmsar skemmtilegar dagsgöngur á degi 2, 3 og 4 áður en tekið verður saman og gengið yfir í Veiðuleysifjörð aftur og siglt “heim” á Ísafjörð.
Dagskráin er eftirfarandi:
Dagur 1
Brottför frá Ísafirði kl. 16 með Borea Adventures og siglt yfir í Veiðileysufjörð. Siglingin tekur um 1,5 klst.
Frá Veiðileysufirði göngum við yfir í Hornsvík þar sem camp verður settur upp. 10km – 500m hækkun – 4klst
Dagur 2
Genginn hringur út á Hornbjarg meðfram Ystadal og Miðdal. Á leiðinni verður farið upp á Kálfatinda og notið magnaðs útsýnis. Farið hægt, mikið að skoða og sjá. 18km – 700m hækkun – 9klst
Dagur 3
Genginn hringur út í Látravík og Hornbjargsvita. Meðfram Hesti til baka, mjög falleg leið að sjá. 15km – 600m hækkun – 7klst
Dagur 4
Dagurinn tekinn rólega, gengið inn í Rekavík sem eru um 3km. Um kl. 13 er farið til baka inn í Veiðileysufjörð og báturinn tekinn til baka á Ísafjörð kl 17:30. Komið í land um kl. 19.
Dagskráin getur tekið breytingum sökum veðurs og dagar svissast til.
Greitt er sérstaklega fyrir bátsferðina og verður það gert á vef Borea Adventures þegar nær dregur. Af Stað mun koma með tillögu að brottfarartíma.
Nánari upplýsingar eru veittar með tölvupósti á netfanginu info@afstad.com eða í síma okkar 790 2800.
Innifalið:
– Leiðsögn
– Tjaldsvæði
– Undirbúningsfundur fyrir ferð
Verð : 45.000kr.
Greitt er 20.000kr. í staðfestingargjald við skráningu.
Greitt er 25.000kr. í lokagreiðslu eigi síðar en fjórum vikum fyrir brottför.
Sendur er reikningur á þátttakendur og telst sæti frátekið þegar hann er greiddur.
Nánari upplýsingar um útbúnað, fyrirkomulag og dagskrá eru sendar með staðfestingarpósti.
Allar nánari upplýsingar eru sendar út með staðfestingarpósti eftir að skráningu lýkur.
Vertu í bandi – spurðu – komdu með!