Skessuhorn 963m

From: 8.900 kr.

2024 dagsetningar:
– 7. september

Boðið er upp á sérferðir fyrir hópa – sendu fyrirspurn á info@afstad.com

Category:

Description

Skessuhorn er magnaður tindur sem margir hafa haft auga á. Hornið teygir sig úr Skarðsheiðinni og stendur eitt og sér í hlíðum hennar. Það er bratt og úr fjarska virðist það vera óklifanjlegt. En svo er ekki!
Við förum hefbundna leið upp eftir grýttum stigum og bröttum hlíðum fjallsins áður en við komum á slétta topp þess. Af honum er magnað útsýni yfir nærliggjandi sveitir sem og Skarðsheiðina. Þessi er geggjuð!

Göngulengdin er um 13 km með um 950m heildarhækkun. Gera má ráð fyrir um 6-7 klst göngu þar sem fjallið er grýtt og hægfarið vegna bratta. Góðir gönguskór eru því málið hér.

Nánari upplýsingar eru veittar með tölvupósti á netfanginu info@afstad.com eða í síma okkar 790 2800.

Innifalið:
– Leiðsögn

Verð : 8.900kr.
Sendur er reikningur á þátttakendur og telst sæti frátekið þegar hann er greiddur.
Nánari upplýsingar um útbúnað, fyrirkomulag og dagskrá eru sendar með staðfestingarpósti.

Ferðaskilmálar

Vertu í bandi – spurðu – komdu með!