Description
Göngulengdin er um 13 km með um 950m heildarhækkun. Gera má ráð fyrir um 6-7 klst göngu þar sem fjallið er grýtt og hægfarið vegna bratta. Góðir gönguskór eru því málið hér.
Nánari upplýsingar eru veittar með tölvupósti á netfanginu info@afstad.com eða í síma okkar 790 2800.
Innifalið:
– Leiðsögn
Verð : 8.900kr.
Sendur er reikningur á þátttakendur og telst sæti frátekið þegar hann er greiddur.
Nánari upplýsingar um útbúnað, fyrirkomulag og dagskrá eru sendar með staðfestingarpósti.
Vertu í bandi – spurðu – komdu með!