Leggjabrjótur

From: 15.900 kr.

2024 dagsetningar:
– 5. júní (kvöldferð)
– 8. september

Boðið er upp á sérferðir fyrir hópa – sendu fyrirspurn á info@afstad.com

Category:

Description

Við leggjum forna þjóðleið undir fót og höldum yfir Leggjabrjót, frá Þingvöllum yfir í Hvalfjörð. Leiðin er fjölbreytt, falleg og stútfull af sögum sem leiðsögumaður ferðar segir frá. Þetta er perla sem allir ættu að ganga að minnsta kosti einu sinni!

Um kvöldferð er að ræða þar sem stefnan er að sett á að njóta sem mest og taka myndir til minninga. Rútan fer frá Reykjavík kl. 16 og hefst gangan um klukkustund siðar.
Gangan er um 16km löng með 500m hækkun. Hún tekur okkur um 6 klst. Landslagið er af öllum toga, frá lausri mold til grófari steina. Góðir gönguskór eru því vænlegir til vinnings þennan daginn. Leiðin hentar öllum þeim sem treysta sér í langa kvöldgöngu, hækkun er jöfn á fótinn sem og lækkunin niður í Botnsdal.

ATH aðeins 16 sæti í boði!

Nánari upplýsingar eru veittar með tölvupósti á netfanginu info@afstad.com eða í síma okkar 790 2800.

Innifalið:
– Leiðsögn
– Rúta

Verð : 15.900kr.
Greitt er 7.000kr. í staðfestingargjald við skráningu og telst sæti vera frátekið þá
Greitt er 8.900kr. í lokagreiðslu eigi síðar en fjórum vikum fyrir brottför.
Sendur er reikningur á þátttakendur og telst sæti frátekið þegar hann er greiddur.
Nánari upplýsingar um útbúnað, fyrirkomulag og dagskrá eru sendar með staðfestingarpósti.

Ferðaskilmálar

Vertu í bandi – spurðu – komdu með!