Lómagnúpur 767m

From: 8.900 kr.

2024 dagsetningar:
– 27. júlí
– 31. ágúst

Boðið er upp á sérferðir fyrir hópa – sendu fyrirspurn á info@afstad.com

Category:

Description

Þetta er útsýniðferð sem enginn ætti að missa af!

Fjallið er 767m hátt með stórkostlegu útsýni yfir nærliggjandi sveitir. Margir hafa virt það fyrir sér frá þjóðveginum en nú er komið að þvi að skoða það af toppnum.

Gengið verður upp austan megin, upp Hvirfilsdal og hentar sú leið öllum vel. Hún er gróin að hluta og með góðri hækkun á fótinn. Um útsýnisgöngu er að ræða og því verða myndastoppin mörg.
Við hefjum leika við fjallið kl. 10.

Göngulengdin er um 20km með um 1.000m heildarhækkun. Gangan tekur að öllu jöfnu 7-9 klst. Þetta er frábær ferð fyrir alla þá sem treysta sér í lengri göngudag. Leiðin er ekki tæknileg.

Nánari upplýsingar eru veittar með tölvupósti á netfanginu info@afstad.com eða í síma okkar 790 2800.

Innifalið:
-Leiðsögn

Verð : 8.900kr.
Sendur er reikningur á þátttakendur og telst sæti frátekið þegar hann er greiddur.
Nánari upplýsingar um útbúnað, fyrirkomulag og dagskrá eru sendar með staðfestingarpósti.

Ferðaskilmálar

Vertu í bandi – spurðu – komdu með!