Description
Við setjum stefnuna á Skarðsheiði og hæsta tind hennar, Heiðarhorn!
Frá tindi Heiðarhorns er mikið útsýni til allra átta, yfir nærsveitir sem og aðra tinda í grennd. Þetta er því sannkölluð útsýnisganga.
Vegalengdin í þessari göngu er um 14 km með um 1.000m hækkun. Gangan tekur ca 6-7 klst. og hefst við bæinn Efra-Skarð inn í Svínadal.
Gangan er brött á fótinn og því ekki farið hratt yfir, nestisstoppin eru tvö og önnur styttri stopp fleiri. Þessi ferð hentar öllum þeim sem eru í sæmilegu gönguformi og treysta sér í langan dag á fjöllum.
Nánari upplýsingar eru veittar með tölvupósti á netfanginu info@afstad.com eða í síma okkar 790 2800.
Innifalið:
-Leiðsögn
Verð :8.900kr
Sendur er reikningur á þátttakendur og telst sæti frátekið þegar hann er greiddur.
Nánari upplýsingar um útbúnað, fyrirkomulag og dagskrá eru sendar með staðfestingarpósti.
Vertu í bandi – spurðu – komdu með!