Helgrindur 988m

From: 8.900 kr.

2024 dagsetningar:
– 23. mars
– 6. apríl
– 27. apríl
– 26. október (fyrsti vetrardagur)

Boðið er upp á sérferðir fyrir hópa – sendu fyrirspurn á info@afstad.com

Category:

Description

Við leggjum Snæfellsnes undir fót og höldum á hinar frægu og fallegu Helgrindur. Hér á ferð verður ævintýraferð um svæðið af bestu gerð!

Stefnan verður sett á tind Böðvarskúlu í 988m hæð, með öllu því útsýni sem hann býður upp á. Búast má við því að sjá yfir Snæfellsjökul, Grundarfjörð, Faxaflóa og annað stórfenglegt. Þetta er leið sem allt fjallafólk ætti að haka við…og fara svo aftur!

Þetta er frábær útsýnisferð fyrir alla þá sem treysta sér í langan og brattan dag á fjöllum og vilja njóta öruggar leiðsagnar um svæðið.
Leiðin er um 12km löng og tekur hún um 6 klst með góðum stoppum á leiðinni. Heildarhækkun er um 1000m. Ferðin hefst og endar við bæinn Kálfárvelli.

Nánari upplýsingar eru veittar með tölvupósti á netfanginu info@afstad.com eða í síma okkar 790 2800.

Innifalið:
-Leiðsögn

Verð : 8.900kr.
Sendur er reikningur á þátttakendur og telst sæti frátekið þegar hann er greiddur.
Nánari upplýsingar um útbúnað, fyrirkomulag og dagskrá eru sendar með staðfestingarpósti.

Ferðaskilmálar

Vertu í bandi – spurðu – komdu með!