Hringferð um Langasjó

From: 40.000 kr.

2024 dagsetningar:
30. júlí – 1. ágúst

Category:

Description

Hálendi Íslands með Langasjó í fararbroddi! Já þangað höldum við í júlí til að njóta, ekki þjóta, sofa úti og skoða þetta fallega vatn. Þetta svæði býr yfir mikilli fegurð, allt frá háum og svörtum fjöllum og yfir í grænar sléttur og fagurblátt vatn. Þetta er paradís sem best er að skoða gangandi á rólegum nótum.

Leiðin skiptist í þrjá göngudaga og eru þeir misjafnir, á hverjum degi er ný upplifun. Við göngum á milli lítilla “tjaldsvæða” þar sem við gistum í tvær nætur úti. Matur, fatnaður, tjald, dýna og svefnpoki, allt fylgir okkur á hverjum degi. Leiðin er 50km löng í heildina með um 1000m hækkun.

Dagskráin er eftirfarandi:

Dagur 1 – 15km – 250m hækkun – 6 klst
Fyrsti dagurinn er þægilegur, gengið meðfram strandlengju vatnsins þangað til að komið er að næturstað á fallegri eyri.

Dagur 2 – 16km – 320m hækkun – 7 klst
Í dag göngum við áfram umhverfis vatnið og náum enda þess. Þaðan höldum við að Útfallinu og finnum okkur góðan tjaldstað þar í kring.

Dagur 3 – 20km – 450m hækkun – 8 klst
Lokadagurinn er genginn eftir hæðum og meðfram Fögrufjöllum. Hér munum við horfa yfir vatnið á leiðina sem gengin var á fyrsta degi. Í lok dagsins klárum við hringinn með því að ganga upp á Sveinstind og horfa yfir leiðina okkar og Langasjó í heild sinni.

 

Nánari upplýsingar eru veittar með tölvupósti á netfanginu info@afstad.com eða í síma okkar 790 2800.

Innifalið:
-Leiðsögn
-Undirbúningsfundur fyrir ferð

 

Verð : 40.000kr.
Greitt er 20.000kr. í staðfestingargjald við skráningu.
Greitt er 20.000kr. í lokagreiðslu eigi síðar en fjórum vikum fyrir brottför.
Sendur er reikningur á þátttakendur og telst sæti frátekið þegar hann er greiddur.
Nánari upplýsingar um útbúnað, fyrirkomulag og dagskrá eru sendar með staðfestingarpósti.

Allar nánari upplýsingar eru sendar út með staðfestingarpósti eftir að skráningu lýkur.

Ferðaskilmálar

Vertu í bandi – spurðu – komdu með!