Description
Víknaslóðir er eitt heitasta göngusvæði austurlands. Fjöllin eru há, víkurnar fallegar og náttúran mjög fjölbreytt. Ekki skemmir fyrir að lítið er um símasamband og því mjög auðvelt að kúpla sig út úr amstri dagsins og njóta bara. Og það er akkúrat það sem við ætlum að gera!
Við munum ganga hring, hefja og enda ferðina okkar á Borgarfirði Eystri. Vegalengdin sem gengin verður eru um 65 km. og er gangan ekki tæknileg né í krefjandi landslagi. Hún hentar þeim sem hafa gaman af löngum og fjölbreyttum dögum. Leiðin verður farin á fjórum göngudögum.
Gist verður í skálum á leiðinni og er ferðin trússuð á milli þeirra, þ.e.a.s. matur, auka fatnaður og næturútbúnaður verður ferjaður á milli skála fyrir okkur.
Dagskráin er eftirfarandi:
Dagur 1 – Borgarfjörður Eystri – Breiðuvík (13km)
Gangan hefst á Borgarfirði Eystri þaðan sem við höldum í Brúnavík og skoðum neyðarskýlið þar ásamt því að taka nesti. Það höldum við um Súludal og í gegnum Súluskarð, niður Kjólsvíkurhrygg og í átt að Breiðuvík þar sem við gistum um nóttina.
Dagur 2 – Breiðuvík – Húsavík (14km)
Þetta er fallegur fjalladagur þar sem við munum sjá Hvítafjall, Hvítuhnúka og loks Hvítserk sem er afskaplega fallegur. Við göngum malarveg fram hjá þessum tindum í átt að náttstað okkar, Húsavík.
Dagur 3 – Húsavík – Loðmundarfjörður (14km)
Þetta er mjög þægilegur dagur…eftir að við klárum fyrstu brekkuna! Leiðin liggur inn í Loðmundarfjörðu, fram hjá Skæling. Þar sem fjörðurinn er langur göngum við með sjóinn á vinstri hönd og fjöllin á þá hægri í dágóða stund. Innst inn í firðinum er skálinn okkar.
Dagur 4 – Loðmundarfjörður – Borgarfjörður Eystri (23-28km)
Síðasti dagurinn okkar tekur okkur inn í Kerlingardal og um Kækjuskörð til Borgarfjarðar Eystri. Þetta er fallegur fjalladagur þar sem við fáum að kynnast fjöllunum og förum yfir þau. Við göngum út Kækjudalinn og alla leið á endastað okkar. Þetta er langur dagur en við njótum hans til hins ýtrasta þar sem ferð okkar lýkur hér.
Nánari upplýsingar eru veittar með tölvupósti á netfanginu info@afstad.com eða í síma okkar 790 2800.
Innifalið:
-Leiðsögn
-Gisting í skálum á leiðinni
-Trúss á milli skála
-Undirbúningsfundur fyrir ferð
Verð : 85.000kr.
Greitt er 25.000kr. í staðfestingargjald við skráningu.
Greitt er 60.000kr. í lokagreiðslu eigi síðar en fjórum vikum fyrir brottför.
Sendur er reikningur á þátttakendur og telst sæti frátekið þegar hann er greiddur.
Nánari upplýsingar um útbúnað, fyrirkomulag og dagskrá eru sendar með staðfestingarpósti.
Allar nánari upplýsingar eru sendar út með staðfestingarpósti eftir að skráningu lýkur.
Vertu í bandi – spurðu – komdu með!