Flekkudalshringur

From: 8.900 kr.

2024 dagsetningar:
– 29. júní

Boðið er upp á sérferðir fyrir hópa – sendu fyrirspurn á info@afstad.com

ATH!
Þeir sem bóka sig í tvær af Esjugöngum okkar (Blikdalshring, Flekkudalshring eða Eilífsdalshring) fá þriðju ferðina fría!

Category:

Description

Inn í Kjós, með fallegt útsýni yfir Meðalfellsvatn, liggur Flekkudalur og Flekkudalsfossar innst inn í honum. Svæðið er fallegt, vel gróið með tignarlega fjallasýn sitthvoru megin. Og á þessi fjöll ætlum við að ganga, marga af þekktari tindum Esjunnar. Leiðin er brött til að byrja með en eftir það tekur við jafnari hækkun, alla leið á Hátind sem verður hæsti punktur dagsins. Útsýnið verður mikið alla leiðina, yfir Kjósina, Botnssúlur, Trönu o.fl. o.fl.

Gengið verður á Sandsfjall, Esjuhorn, að Laufskörðum, upp á Hátind og loks niður Skálatind.

Leiðin er um 20km löng með um 1.100m heildarhækkun. Hún mun taka okkur 8-9 klst með mörgum góðum stoppum. Markmiðið er að njóta dagsins til fulls!
Ferðin hefst og endar við Flekkudal í Kjós.

ATH!
Þeir sem bóka sig í tvær af Esjugöngum okkar (Blikdalshring, Flekkudalshring eða Eilífsdalshring) fá þriðju ferðina fría!

Nánari upplýsingar eru veittar með tölvupósti á netfanginu info@afstad.com eða í síma okkar 790 2800.

Innifalið:
-Leiðsögn

Verð : 8.900kr
Sendur er reikningur á þátttakendur og telst sæti frátekið þegar hann er greiddur.
Nánari upplýsingar um útbúnað, fyrirkomulag og dagskrá eru sendar með staðfestingarpósti.

Ferðaskilmálar

Vertu í bandi – spurðu – komdu með!