Description
Hrútfell gnæfir á Kili og fangar augað úr fjarska. Að ganga á fjallið er mikil skemmtun sem og áskorun. Brattar hlíðar þess verðlauna mann með miklu útsýni…og toppurinn er svo eftir. Fjallið stendur um miðjan Kjöl og býður upp á útsýni yfir jökla og fjöll. Myndatækifærin verða því ansi mörg hér!
Göngulengdin er um 15 km með um 950m heildarhækkun. Gera má ráð fyrir um 7-8 klst göngu þar sem fjallið er grýtt og hægfarið. Góðir gönguskór eru því málið hér. Gangan hefst og endar við brúnna hjá skálanum Þverbrekkumúla. Þangað er malarvegur fær jeppum.
Nánari upplýsingar eru veittar með tölvupósti á netfanginu info@afstad.com eða í síma okkar 790 2800.
Innifalið:
– Leiðsögn
Verð : 8.900kr.
Sendur er reikningur á þátttakendur og telst sæti frátekið þegar hann er greiddur.
Nánari upplýsingar um útbúnað, fyrirkomulag og dagskrá eru sendar með staðfestingarpósti.
Vertu í bandi – spurðu – komdu með!