Eilífsdalshringur

From: 8.900 kr.

2024 dagsetningar:
– 22. júní

Boðið er upp á sérferðir fyrir hópa – sendu fyrirspurn á info@afstad.com

ATH!
Þeir sem bóka sig í tvær af Esjugöngum okkar (Blikdalshring, Flekkudalshring eða Eilífsdalshring) fá þriðju ferðina fría!

Category:

Description

Eilífsdalur er algjör perla til útivistar, fjöllin eru brött og falleg og útsýnið af þeim magnað til allra átta. Hann tengist Esjunni norðan meginn og er þægilegur yfirferðar, eftir að komið er upp á sjálfa Esjuna er hækkunin jöfn á fótinn. Frá hæstu punktum munum við horfa yfir höfuðborgina, Reykjanesið, Hvalfjörðinn og alla leið yfir á Snæfellsnes.

Gengið verður á Skálatind, Hátind, Hábungu, Gunnlaugsskarð og Þórnýjartind.

Leiðin er um 21km löng með um 1.100m heildarhækkun. Hún mun taka okkur 8-9 klst með mörgum góðum stoppum. Markmiðið er að njóta dagsins til fulls!
Ferðin hefst og endar við Eilífsdal í Kjós.

ATH!
Þeir sem bóka sig í tvær af Esjugöngum okkar (Blikdalshring, Flekkudalshring eða Eilífsdalshring) fá þriðju ferðina fría!

Nánari upplýsingar eru veittar með tölvupósti á netfanginu info@afstad.com eða í síma okkar 790 2800.

Innifalið:
-Leiðsögn

Verð : 8.900kr
Sendur er reikningur á þátttakendur og telst sæti frátekið þegar hann er greiddur.
Nánari upplýsingar um útbúnað, fyrirkomulag og dagskrá eru sendar með staðfestingarpósti.

Ferðaskilmálar

Vertu í bandi – spurðu – komdu með!