Syðstasúla 1.091m

From: 8.900 kr.

2024 dagsetningar:
– 4. febrúar

Boðið er upp á sérferðir fyrir hópa – sendu fyrirspurn á info@afstad.com

Category:

Description

Hér á ferðinni er sannkallað vetrarævintýri! Við setjum stefnuna á hæstu súluna í súlnagarðinum sem svo margir hafa horft á frá Þingvöllum eða Hvalfirði. Syðstasúla stendur í 1091m hæð og býður upp á ævintýralegt útsýni yfir nærliggjandi sveitir, Þingvelli, Hvalfjörð, Kaldadal o.fl.

Um krefjandi göngu er að ræða með miklum verðlaunum af toppnum.

Gangan er um 14km löng með 1000m hækkun. Hún tekur okkur um 6 – 7 klst. og fer það alfarið eftir færð á fjallinu. Landslagið er gróft á fótinn þegar komið er að uppgöngunni sjálfri og því góðir gönguskór nauðsynlegir. Einnig þarf jöklaútbúnað í þessari göngu; jöklabrodda og ísexi. Slíkan búnað er hægt að fá leigðan í útivistaverslunum s.s. GG Sport eða Fjallakofanum.

Gangan hentar öllum þeim sem hafa gaman af áskorunum og eru tilbúnir í frábæran dag á fjöllum.

 

Nánari upplýsingar eru veittar með tölvupósti á netfanginu info@afstad.com eða í síma okkar 790 2800.

Innifalið:
– Leiðsögn

Verð : 8.900kr.
Sendur er reikningur á þátttakendur og telst sæti frátekið þegar hann er greiddur.
Nánari upplýsingar um útbúnað, fyrirkomulag og dagskrá eru sendar með staðfestingarpósti.

Ferðaskilmálar

Vertu í bandi – spurðu – komdu með!