Vatnaleiðin

From: 55.000 kr.

2024 dagsetningar:
14. júní – 16. júní

Category:

Description

Vatnaleiðin er afar falleg og fjölbreytt leið milli Hlíðarvatns á Mýrunum og Hreðavatns við Bifröst. Landslagið er af öllum toga þó svo að vötnin á leiðinni spili aðalhlutverkið á ferð okkar. Við munum ganga meðfram Hlíðarvatni, Hítarvatni, Langavatni og loks Hreðavatni. Farin verður svokallaða tjaldleið og munum við ganga með allt á bakinu, tjaldið, dýnuna, svefnpokan og matinn. Þetta verður ævintýri af bestu gerð!

Farið verður að morgni frá Reykjavík með rútu og keyrt að Hlíðarvatni. Sama rúta mun svo sækja okkur þremur dögum seinna við Hreðavatn þar sem ferð okkar lýkur.

Dagskráin er eftirfarandi:

Dagur 1 – Hlíðarvatn – Geirhnúkur – Hítarvatn (15km – 850m hækkun – 7 klst)
Við hefjum ferðalagið af krafti og göngum frá Hlíðarvatni yfir á Hítarvatn. Við ætlum þó að hafa viðkomu á hæsta tindi svæðisins, Geirhnúk. Þaðan fáum við magnað útsýni yfir vötnin, Snæfellsnesið og Mýrarnar.

Dagur 2 – Hítarvatn – Langavatn (18km – 300m hækkun – 8 klst)
Dagurinn í dag er lengri en sá fyrri en með töluvert minni hækkun. Við förum rólega yfir dalina og meðfram Langavatni, útsýnið verður fjölbreytt og afar fallegt. Grænir dalir, há og mögnuð fjöll. Tjöldum síðan við vatnið í kyrrð.

Dagur 3 – Langavatn – Hreðavatn (18km – 300m hækkun – 6 klst)
Lokadagurinn verður tekinn snemma. Við klárum Langavatn og höldum yfir fjöllin, meðfram Vikrafelli og yfir á Hreðavatn þar sem rútan mun bíða okkar. Hækkunin er temmileg og dagurinn endar með fallegu útsýni yfir Hreðavatnið.

Nánari upplýsingar eru veittar með tölvupósti á netfanginu info@afstad.com eða í síma okkar 790 2800.

Innifalið:
-Leiðsögn
-Rúta
-Undirbúningsfundur fyrir ferð

Verð : 55.000kr.
Greitt er 20.000kr. í staðfestingargjald við skráningu.
Greitt er 35.000kr. í lokagreiðslu eigi síðar en fjórum vikum fyrir brottför.
Sendur er reikningur á þátttakendur og telst sæti frátekið þegar hann er greiddur.
Nánari upplýsingar um útbúnað, fyrirkomulag og dagskrá eru sendar með staðfestingarpósti.

Allar nánari upplýsingar eru sendar út með staðfestingarpósti eftir að skráningu lýkur.

Ferðaskilmálar

Vertu í bandi – spurðu – komdu með!