Snæfellsjökull 1.446m

From: 15.900 kr.

2024 dagsetningar:
– 24. mars (Pálmasunnudagur)
– 28. mars (páskaferð)
– 29. mars (páskaferð)
– 30. mars (páskaferð)
– 1. apríl (páskaferð)
– 13. apríl
– 25. apríl (sumardagurinn fyrsti)
– 20. júní (sumarsólstöður – kvöldferð)
– 24. júní (jónsmessa)

Boðið er upp á sérferðir fyrir hópa – sendu fyrirspurn á info@afstad.com

Category:

Description

Við setjum nesti í poka, gerum myndavélina klára og stefnum á Snæfellsjökul!

Jökullinn (sem á það til að loga) er 1.446m hár og býður upp á frábær fyrstu kynni af jöklagöngu. Leiðin er falleg með útsýni til allra átta af toppnum. Að standa þarna uppi er eitthvað sem allir ættu að upplifa.

Göngulengdin er um 15 km, með um 1.300m hækkun og tekur svona ganga ca 8 klst.
Þetta er því ferð fyrir þá sem treysta sér í langan göngudag. Nú er því nægur tími til að undirbúa sig!
Gangan hefst og endar á Jökulhálsinum. Stoppað er reglulega til að mynda, drekka og snarla.

ATH. Þar sem gengið er í línu þá krefst þessi ganga jöklabúnaðar, jöklabrodda, exi, beltis og karabínu. Þessa hluti er hægt að leigja í útivistarbúðum.

Nánari upplýsingar eru veittar með tölvupósti á netfanginu info@afstad.com eða í síma okkar 790 2800.

Verð : 15.900kr.
Greitt er 7.000kr. í staðfestingargjald við skráningu og telst sæti vera frátekið þá
Greitt er 8.900kr. í lokagreiðslu eigi síðar en fjórum vikum fyrir brottför.
Sendir eru reikningar á þátttakendur.
Nánari upplýsingar um útbúnað, fyrirkomulag og dagskrá eru sendar með staðfestingarpósti.

Ferðaskilmálar

Vertu í bandi – spurðu – komdu með!