Af Stað – Jöklar 2023

69.000 kr.

Hefur þig langað til að ganga á hæsta tind Íslands, standa á toppnum og fagna sigrinum? Þá er hér eitthvað fyrir þig!

Out of stock

Category:

Description

 

Með góðum undirbúningi, faglegri kennslu og þjálfun eru jöklarnir í seilingarfjarlægð. Jöklar 2023 býður upp á akkúrat þetta og gott betur! Láttu drauminn rætast og vertu með frá upphafi!

Í vetur og vor ætlum við að læra á útbúnað okkar, allt frá fatnaði til jöklabúnaðar. Við ætlum að fræðast um hvernig skal ganga upp háar brekkur, hvernig á að beita stöfum niður þær, hvernig á að huga að öndun til að minnka mæði og hvað skal borða og drekka til að fjallgöngurnar verði sem ánægjulegastar. Framundan eru skemmtilegar og fræðandi vikur, fullar af fróðleik og frábærum fjöllum. Við byrjum rólega og smám saman förum við hærra og lengra, alla leið á toppinn!

Komdu með í þetta ævintýri!

Verkefnið samanstendur af 11 mismunandi göngum og 2 rafrænum fundum. Í boði verður að velja um einn undirbúnings jökul (Snæfellsjökull eða Eyjafjallajökull) og einn loka jökul (Hvannadalshnúkur eða Birnudalstindur eða Hrútsfjallstindar).
Fyrir þá sem þyrstir í allar jöklaferðirnar verður boðið upp á sérkjör af auka ferðum, 50% afslátt af þeim.

 

ATH.
Verkefnið er nú hafið en hægt er að skrá sig með á netfanginu info@afstad.com eða í síma okkar 790 2800.

 

Nánari upplýsingar eru veittar með tölvupósti á netfanginu info@afstad.com eða í síma okkar 790 2800.

Verð : 69.000kr.

Veittur er 20% afsláttur af seinna gjaldi ef hjón eða pör skrá sig saman.
Sendur er reikningur á þátttakendur og telst sæti frátekið þegar hann er greiddur.
Nánari upplýsingar, fyrirkomulag, útbúnaður og dagskrá eru sendar með staðfestingarpósti.

Ath. námskeiðið fæst niðurgreitt hjá flestum stéttarfélögum. Við hvetjum alla til að kanna það hjá sínu.

Ferðaskilmálar

Vertu í bandi – spurðu – komdu með!

 

*Dagsetning getur breyst með tilliti til veðurs.