Jarlhettur

From: 8.900 kr.

2024 dagsetningar:
– 21. júlí
– 24. ágúst
– 22. september

Boðið er upp á sérferðir fyrir hópa – sendu fyrirspurn á info@afstad.com

Category:

Description

Jarlhettur standa tignarlegar við Eystri Hagafellsjökul í Langjökli. Móbergshryggurinn teygir sig í um 14km með mörgum fallegum toppum. Úr fjarska er hann fallegur, af toppnum er hann magnaður!

Gangan er um 14 km löng með 900m heildar hækkun. Hún mun taka okkur ca 7-8 klst með góðum stoppum á leiðinni. Hún hentar öllum þeim sem eru til í lengri dag upp á hálendi Íslands. Leiðin er gróf og því góðir gönguskór nauðsynlegir. Mikið er um laust grjót og möl og því er ekki farið hratt yfir.

Hópurinn hittist við Gullfosskaffi kl. 9 og keyrir í samfloti á upphafsstað göngu þar sem hún hefst um hálftíma síðar. Keyrður er vegur F355 í átt að Hagavatni, hann er fær jepplingum.

Nánari upplýsingar eru veittar með tölvupósti á netfanginu info@afstad.com eða í síma okkar 790 2800.

Innifalið:
-Leiðsögn

Verð : 8.900kr.
Sendur er reikningur á þátttakendur og telst sæti frátekið þegar hann er greiddur.
Nánari upplýsingar um útbúnað, fyrirkomulag og dagskrá eru sendar með staðfestingarpósti.

Ferðaskilmálar

Vertu í bandi – spurðu – komdu með!