Hvannadalshnúkur 2.110m

From: 25.900 kr.

2024 dagsetningar:
– 4. maí
– 9. maí (Uppstigningardagur)
– 18. maí (Hvítasunna)

Category:

Description

Komdu með okkur í ævintýri á Hvannadalshnúk!

Hvannadalshnúkur er hæsti tindur Íslands, 2.110m hár og trekkir hann ævintýraþyrsta göngumenn og konur að á hverju ári. Ferðalagið, brekkurnar og loks útsýnið, þetta og svo margt fleira gerir þessa göngu að því sem hún er, algjöru ævintýri.

Gengin er hin hefbundna Sandfellsleið, upp brattar skriður til að byrja með, síðar í snjó upp í 1.100m hæð þar sem stoppað er og farið í línur. Þaðan tekur við ein löng brekka upp í 1.800m hæð þar sem komið er upp á öskjuna sjálfa. Þaðan er haldið að hnúknum sjálfum og hann genginn hægt og rólega síðustu 200 hæðametrana. Af toppnum, þessum hæsta tindi landsins, gerist útsýnið vart betra. Verðlaunin eru því göngunnar virði!
Stoppað er reglulega til að borða nesti og taka myndir.
Farið er aðfaranótt laugardags, start á milli kl. 1-2 og þurfa þáttakendur því að vera komnir á svæðið daginn/kvöldið áður. Sunnudagur er hafður til vara ef ske kynni að fresta þurfi sökum veðurs.

Göngulengdin er um 25km með um 2.000m heildarhækkun. Gangan tekur að öllu jöfnu 12-16 klst og fer það alfarið eftir færi. Þetta er krefjandi ferð sem reynir á þol og úthald ferðalanga.
Í þessari göngu er notaður jöklabúnaður, jöklabroddar, ísexi og belti. Hann er hægt að leigja í útivistarverslunum.

Nánari upplýsingar eru veittar með tölvupósti á netfanginu info@afstad.com eða í síma okkar 790 2800.

ATH : aðeins 16 sæti í boði.

Innifalið:
-Leiðsögn
-Undirbúningsfundur fyrir tindinn

Verð : 25.900kr.
Greitt er 10.000kr. í staðfestingargjald við skráningu og telst sæti vera frátekið þá.
Greitt er 15.900kr. í lokagreiðslu eigi síðar en fjórum vikum fyrir brottför.
Sendir eru reikningar á þátttakendur.
Nánari upplýsingar um útbúnað, fyrirkomulag og dagskrá eru sendar með staðfestingarpósti.

Ferðaskilmálar

Vertu í bandi – spurðu – komdu með!