HrútsÁskorun 2022

79.000 kr.

Láttu drauminn um Hrútsfjallstinda verða að veruleika!

Category:

Description

Hrútsfjallstindar, hinir sönnu íslensku píramídar gnæfa fyrir ofan Svínafellsjökul og telja til fallegustu tinda landsins. Þeir eru fjórir talsins með Hátind 1.877m í fararbroddi og akkúrat á hann setjum við stefnuna! En fyrst, undirbúningurinn, með honum náum við árangri!

Í vetur og vor ætlum við að fínpússa tæknina, þjálfa þolið og slípa annað til sem þarf að hafa á hreinu. Áskorunin telur 14 göngur í heildina, góða blöndu af stuttum göngum á virkum kvöldum sem þjálfa þolið í bland við lengri helgargöngur þar sem tæknin verður tekin í gegn.

Framundan er frábær vetur og píramídarnir bíða okkar í loks vor – vertu með og skráðu þig til leiks!

 

16.01 – Búrfell á Þingvöllum
18.01 – Þorbjörn
1.02 – Húsfell
5.02 – Skarðsheiði & Heiðarhorn
15.02 – Gímmannsfell
1.03 – Geitafell
5.03 – Syðstasúla
15.03 – Vatnshlíðarhorn
29.03 – Stapatindur
2.04 – Eyjafjallajökull
12.04 – Sköflungur
26.04 – Trana í Kjós
10.05 – Kerhólakambur
21.05 – Hrútsfjallstindar*

 

Nánari upplýsingar eru veittar með tölvupósti á netfanginu info@afstad.com eða í síma okkar 790 2800.

Verð : 79.000kr.

Veittur er 20% afsláttur af seinna gjaldi ef hjón eða pör skrá sig saman.
Sendur er reikningur á þátttakendur og telst sæti frátekið þegar hann er greiddur.
Nánari upplýsingar, fyrirkomulag, útbúnaður og dagskrá eru sendar með staðfestingarpósti.

Ath. námskeiðið fæst niðurgreitt hjá flestum stéttarfélögum. Við hvetjum alla til að kanna það hjá sínu.

Ferðaskilmálar

Vertu í bandi – spurðu – komdu með!

 

*Dagsetning getur breyst með tilliti til veðurs og er 28. maí hafður til vara.