HnúksÁskorun 2022

69.000 kr.

Hefur þig langað til að ganga á hæsta tind Íslands, standa á toppnum og fagna sigrinum? Þá er hér eitthvað fyrir þig!

Category:

Description

 

Af Stað og GG Sport efna til HnúksÁskorunnar!

 

 

Með góðum undirbúningi, faglegri kennslu og þjálfun er Hvannadalshnúkur í seilingarfjarlægð. HnúksÁskorun býður upp á akkúrat þetta og gott betur!
Af Stað og GG Sport ætla að taka höndum saman og aðstoða þig við að láta drauminn rætast.

Í vetur og vor ætlum við að læra á útbúnað okkar, allt frá fatnaði til jöklabúnaðar. Við ætlum að fræðast um hvernig skal ganga upp háar brekkur, hvernig á að beita stöfum niður þær, hvernig á að huga að öndun til að minnka mæði og hvað skal borða og drekka til að fjallgöngurnar verði sem ánægjulegastar. Framundan eru skemmtilegar 17 vikur, fullar af fróðleik og frábærum fjöllum. Við byrjum rólega og smám saman förum við hærra og lengra, þangað til að við stöndum á toppi Íslands í maí!

Komdu með í þetta ævintýri!

Áskorunin samanstendur af 11 mismunandi göngum og 2 rafrænum fundum. Einnig verður þátttakendum boðið á sérstaka kvöldopnun í verslun GG Sport þar sem fatnaður og útbúnaður verður kynntur. Boðið verður upp á sérkjör af öllum vörum.

 

22.01 – Helgafell í Hfj
25.01 – Fræðslufundur
26.01 – Kynning á fatnaði og útbúnaði í verslun GG Sport
8.02 – Mosfell
20.02 – Stóra Kóngsfell
22.02 – Esja upp að steini
8.03 – Litli Meitill
19.03 – Botnssúlur
22.03 – Blákollur
5.04 – Akrafjall
9.04 – Snæfellsjökull
19.04 – Undirbúningsfundur
3.05 – Vífilsfell
14.05 – Hvannadalshnúkur*

 

Nánari upplýsingar eru veittar með tölvupósti á netfanginu info@afstad.com eða í síma okkar 790 2800.

Verð : 69.000kr.

Veittur er 20% afsláttur af seinna gjaldi ef hjón eða pör skrá sig saman.
Sendur er reikningur á þátttakendur og telst sæti frátekið þegar hann er greiddur.
Nánari upplýsingar, fyrirkomulag, útbúnaður og dagskrá eru sendar með staðfestingarpósti.

Ath. námskeiðið fæst niðurgreitt hjá flestum stéttarfélögum. Við hvetjum alla til að kanna það hjá sínu.

Ferðaskilmálar

Vertu í bandi – spurðu – komdu með!

 

*Dagsetning getur breyst með tilliti til veðurs og er 21. maí hafður til vara.