Hellismannaleið

From: 65.000 kr.

2024 dagsetningar:
28. júní – 30. júní

Category:

Description

Hellismannaleið er ein af þessum leiðum sem koma manni sífellt á óvart. Hvort sem það er fegurðin á leiðinni, gististaðirnir eða fjölbreytileikinn í landslaginu, leiðin býr yfir öllu. Ekki skemmir fyrir að hún inniheldur fallegt myndefni í nánast hverju skrefi. Þessi er algjör perla!

Ferðin hefst við Rjúpnavelli þar sem rúta mun sækja okkur og keyra upp í Landmannalaugar. Þátttakendur koma sér sjálfir á Rjúpnavelli og skilja bíla sína eftir þar.

Farin verður hefbundin leið frá Landmannalaugum á Rjúpnavelli, alls um 55km, með um 1.500m heildar hækkun þó svo að hæðin lækki með leiðinni. Við leggjum áherslu á að njóta frekar en að þjóta á milli áfangastaða enda höfum við heilu dagana til að komast á milli. Leiðin skiptist í þrjá göngudaga og gist er í tjöldum á leiðinni. Matur, fatnaður, tjald, dýna og svefnpoki, allt fylgir okkur á hverjum degi.

Dagskráin er eftirfarandi:

Dagur 1 – Landmannalaugar – Landmannahellir (17km – 600m hækkun – 7 klst)
Við hittumst á Rjúpnavöllum þar sem rútan mun bíða okkar og keyra upp í Landmannalaugar. Ferðin okkar er formlega hafin! Og strax verður af nógu að taka, myndefnið bíður í hverju skrefi þegar við göngum úr Landmannalaugum, yfir Laugahraun og fikrum okkur áfram í Dómadal og Dómadalsleið. Hægt og bítandi nálgumst við Landmannahelli þar sem við sláum upp tjaldbúðum.

Dagur 2 – Landmannahellir – Áfangagil (17km – 400m hækkun – 7 klst)
Við hefjum daginn snemma og setjum stefnuna á Áfangagil í dag. Göngum undir Herbjarnarfelli sem er falleg sjón. Stefnum á og yfir Lambafitjahraun og vöðum loks Helliskvíslina sem er lítið mál. Komum inn á Dyngjuleiðina og höldum í átt að Áfangagili.

Dagur 3 – Áfangagil – Rjúpnavellir (21km – 400m hækkun – 7 klst)
Þá er það lokadagurinn! Við hefjum leika snemma eftir morgunmat og göngum úr Áfangagili í átt að Rjúpnavöllum. Dagurinn er mjög fjölbreyttur í landslagi þar sem við göngum um Sölvahraun og í jaðri Skólkvíahrauns. Stefnum loks á Ytri Rangána og göngum meðfram henni. Sjónin sem þar blasir við verður ansi fögur og spila Fossabrekkurnar stórt hlutverk. Stefnan er sett á Rjúpnavelli þar sem ferð okkar lýkur.

 

Nánari upplýsingar eru veittar með tölvupósti á netfanginu info@afstad.com eða í síma okkar 790 2800.

Innifalið:
-Leiðsögn
-Rúta
-Undirbúningsfundur fyrir ferð

Verð : 65.000kr.
Greitt er 20.000kr. í staðfestingargjald við skráningu.
Greitt er 45.000kr. í lokagreiðslu eigi síðar en fjórum vikum fyrir brottför.
Sendur er reikningur á þátttakendur og telst sæti frátekið þegar hann er greiddur.
Nánari upplýsingar um útbúnað, fyrirkomulag og dagskrá eru sendar með staðfestingarpósti.

Allar nánari upplýsingar eru sendar út með staðfestingarpósti eftir að skráningu lýkur.

Ferðaskilmálar

Vertu í bandi – spurðu – komdu með!