Haustverkefni Af Stað

34.900 kr.

Langar þig að framlengja sumarið á fjöllum?
Nú er tækifæri með frábærum félagsskap!

Category:

Description

Haustverkefni Af Stað er sérstaklega sniðið að þeim sem hafa grunnþekkingu í fjallgöngum og vilja taka örugg skref á fjöllum og gera fjallgöngur og útivist að lífsstíl.

Við munum ganga fallegar gönguleiðir í góðum félagsskap í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og taka vel á móti haustinu utandyra með allt sem við þurfum í bakpokanum.

Verkefnið stendur yfir í 10 vikur og samanstendur af kynningarfundi í upphafi námskeiðs og 10 fjallgöngum sem skiptast í 5 styttri kvöldgöngur á virkum dögum og 5 lengri dagsgöngur um helgar.
Göngurnar hefjast kl 18 á miðvikudögum og kl 9 á laugardögum (sunnudagar til vara).

Umsjón: Sara Björg Pétursdóttir

 

Dagskrá:
23. ágúst – Kynningarfundur
31. ágúst – Sköflungur
10. september – Glymshringur
14. september – Blákollur í Jósepsdal
24. september – Hrómundartindur
28. september – Litli Meitill
8. október – Bláfell á Kili
12. október – Helgafell í Hfn
22. október – Þvert yfir Esjuna
26. október – Fjallið Eina í Hfn
5. nóvember – Ölver

 

Nánari upplýsingar eru veittar með tölvupósti á netfanginu info@afstad.com eða í síma okkar 790 2800.

Verð : 34.900kr.

Veittur er 20% afsláttur af seinna gjaldi ef hjón eða pör skrá sig saman.
Sendur er reikningur á þátttakendur og telst sæti frátekið þegar hann er greiddur.
Nánari upplýsingar, fyrirkomulag, útbúnaður og dagskrá eru sendar með staðfestingarpósti.

Ath. námskeiðið fæst niðurgreitt hjá flestum stéttarfélögum. Við hvetjum alla til að kanna það hjá sínu.

Ferðaskilmálar

Vertu í bandi – spurðu – komdu með!