Description
Í júlí ætlum við að fara í skemmtilega kvöldferð yfir Gagnheiði, frá Þingvöllum yfir í Botnsdal í Hvalfirði! Frábær dagsferð sem hefur ekki verið áður á dagskrá hjá Af Stað.
Gengið verður frá Svartagili á Þingvöllum, rétt við upphafsstað leiðar yfir Leggjabrjót. Að þessu sinni verður gengið á milli Ármannsfells og Botnssúla, yfir Gagnheiði og að Hvalvatni. Þar verður gengið meðfram því uns komið að fossinum Glym í öllu sínu veldi. Útsýnið frá toppnum er magnað og mikið sjónarspil á þessum tíma árs. Gengið verður niður með fossinum alla leið á bílastæðið inn í Botnsdal þar sem rútan mun bíða hópsins.
Vegalengdin er um 21km með um 450m heildarhækkun. Dagurinn er því þægilegur þó hann sé langur eða um 7-8 klst. Allt fer þetta eftir færi. Gert er ráð fyrir góðum nestisstoppum og öðrum styttri til allir njóti sem mest.
ATH aðeins 16 sæti í boði!
Nánari upplýsingar eru veittar með tölvupósti á netfanginu info@afstad.com eða í síma okkar 790 2800.
Innifalið:
– Leiðsögn
– Rúta
Verð : 15.900kr.
Greitt er 7.000kr. í staðfestingargjald við skráningu og telst sæti vera frátekið þá
Greitt er 8.900kr. í lokagreiðslu eigi síðar en fjórum vikum fyrir brottför.
Sendur er reikningur á þátttakendur og telst sæti frátekið þegar hann er greiddur.
Nánari upplýsingar um útbúnað, fyrirkomulag og dagskrá eru sendar með staðfestingarpósti.
Vertu í bandi – spurðu – komdu með!