Fimmvörðuháls

From: 25.900 kr.

2024 dagsetningar:
– 22. júní (Jónsmessa)
– 6. júlí
– 11. ágúst

Boðið er upp á sérferðir fyrir hópa – sendu fyrirspurn á info@afstad.com

Category:

Description

Fimmvörðuháls er þessi gönguleið sem maður þarf að heimsækja einu sinni á ári…að minnsta kosti! Hún er afar fjölbreytt fyrir augað sem og á fótinn. Við göngum meðfram fossaröðinni í Skógá og upp á Skógaheiði. Á leið okkar göngum við framhjá Baldvinsskála, meðfram Magna og Móða og svo niður í Þórsmörk. Þetta er pakki sem hefur allt!
Stoppað er reglulega til að borða nesti og taka myndir enda mjög falleg og myndvæn gönguleið.

Farið er að morgni úr bænum með rútu og hefst gangan við Skóga um kl. 10. Komið er niður í Bása í Þórsmörk um kl. 19 þar sem teygt er á vöðvum og hoppað svo aftur upp í rútu sem fer með okkur heim.

Göngulengdin er um 25km með um 1.100m heildarhækkun. Gangan tekur að öllu jöfnu 9-11 klst. Þetta er frábær ferð fyrir alla þá sem treysta sér í lengri göngudag. Leiðin er ekki tæknileg.

Nánari upplýsingar eru veittar með tölvupósti á netfanginu info@afstad.com eða í síma okkar 790 2800.

Innifalið:
– Leiðsögn
– Rúta

Verð : 25.900kr.
Greitt er 7.000kr. í staðfestingargjald við skráningu og telst þá sæti vera frátekið
Greitt er 18.900kr. í lokagreiðslu eigi síðar en fjórum vikum fyrir brottför.
Sendur er reikningur á þátttakendur og telst sæti frátekið þegar hann er greiddur.
Nánari upplýsingar um útbúnað, fyrirkomulag og dagskrá eru sendar með staðfestingarpósti.

Ferðaskilmálar

Vertu í bandi – spurðu – komdu með!