Elbrus 5.642m – Hæsti tindur Evrópu

320.000 kr.

2022 dagsetningar:
25. ágúst – 2. september

Category:

Description

Stefnan er sett á hæsta tind Evrópu, Elbrus í Rússlandi, sumarið 2022 – framundan er ævintýri og þér er boðið með!

Elbrus er óvirkt eldfjall sem liggur vestan megin í Kákasusfjöllunum. Tindurinn gnæfir í 5.642m hæð, yfir allir evrópu eins og mætti segja þar sem um hæsta tind hennar er að ræða. Fjallið er snævi þakið og afar formfagurt úr fjarska.

Við setjum stefnuna á tindinn sunnan megin og mun ferðalagið okkar taka 9 daga að viðbættum ferðadögum frá og til Íslands aftur. Gera má ráð fyrir heilum degi í það. Ferðin sjálf hefst og endar í bænum Mineralnye Vody, þangað er flogið í gegnum Moskvu eða aðra áfangastaði. Göngudagarnir eru 7 og eru þeir mislangir, sjá nánar í dagskrá hér að neðan.

Þátttakendur þurfa að vera í líkamlegu formi, ganga á fjöll reglulega fyrir brottför og æfa sig þannig. Besta æfingin er jú að ganga á fjöll. Gengið er á öllum tegundum undirlendis, allt frá góðum stigum til grófari leiða og loks til ísilagðra brekka á fjallinu sjálfu.

 

Dagskráin er sem hér segir:

Dagur 1 (25. ágúst)
Komið til Mineralnye Vody og keyrt þaðan til bæjarins Terskol. Gist á hóteli þar.

Dagur 2 (26. ágúst)
Aðlögunarganga upp að fossum í Terskol í 2.800m hæð, fallega grænu svæði sem er eitt af kennileitum bæjarins. Hér kynnumst við þunna loftinu í hæð í fyrsta sinn. Komið aftur niður og gist á hóteli.

Dagur 3 (27. ágúst)
Aðlögunarganga til Cheget í 3.400m hæð. Komið aftur niður og gist á hóteli.

Dagur 4 (28. ágúst)
Í dag tökum við skíðalyftu upp til Mir búða og svo aðra upp í Gara bashi búðir í 3.800m hæð þar sem við gistum í skála. Tökum aðlögunargöngu upp í 4.100m hæð og komum aftur niður í Gara bashi.

Dagur 5 (29. ágúst)
Aðlögunarganga upp í eitt af kennileitum Elbrus, Pastukhov kletta, í 4.600m hæð. Komum síðan niður í skálann okkar aftur og tökum þar æfingu í línuvinnu og jöklagöngu.

Dagur 6 (30. ágúst)
Hvíldardagur, yfirferð á búnaði og pökkun fyrir toppinn.

Dagur 7 (31. ágúst)
Toppadagurinn okkar! Hefjum hann kl. 1 um nóttina og gera má ráð fyrir 10-17 klst degi og fer það alfarið eftir færð. Við munum toppa í 5.642m hæð og koma svo aftur niður í skálann okkar og gista um nóttina. Þessi dagur fer í sögubækurnar!

Dagur 8 (1. september)
Varadagur fyrir toppinn ef veður leyfir okkur ekki að fara upp daginn áður. Annars fer dagurinn í það að komast aftur niður og til bæjarins Terskol.

Dagur 9 (2. september)
Keyrum aftur til Mineralnye Vody og höldum heim á leið til Íslands, samdægurs eða daginn eftir.

 

Innifalið:
– Íslensk og rússnesk fararstjórn
– Gisting skv. ferðaplani í Terskol
– Ferðir til og frá flugvellinum í Mineralnye Vody
– Gisting í skálum og matur á fjallinu
– Ferðir með skíðalyftum
– Nestispakki fyrir toppadaginn
– Þjóðgarðsleyfi
– Undirbúningsfundur + 2 göngur á Íslandi

Ekki innifalið:
– Flug til og frá Mineralnye Vody
– Uppfærsla upp í einstaklingsherbergi á hóteli ef óskað er
– Vegabréfsáritun (Visa)
– Almennur útbúnaður til ferðarinar
– Ferð með snjóbíl ef þarf
– Jöklaútbúnaður (broddar, exi, belti – hægt að leigja)
– Annar matur og drykkir á göngu sem ekki tilgreindir eru í dagskrá, s.s. gosdrykkir og áfengir drykkir
– Tryggingar við ferðina*

Nánari upplýsingar eru veittar með tölvupósti á netfanginu info@afstad.com eða í síma okkar 790 2800.

 

Verð : 320.000kr.

Greitt er 50.000kr. í staðfestingargjald við skráningu og telst sætið vera frátekið þá
Greitt er 270.000kr. í lokagreiðslu eigi síðar en sex vikum fyrir brottför. Hægt er að skipta greiðslu upp.
Sendir eru reikningar á þátttakendur.
Nánari upplýsingar um útbúnað, fyrirkomulag og dagskrá eru sendar með staðfestingarpósti.

Ferðaskilmálar

*Ferðatrygging, forfallatrygging, slysa- og sjúkdómatrygging ásamt neyðartryggingu Global Rescue. Hægt er að fá þessar tryggingar hjá sínu tryggingafélagi en mikilvægt er að tilgreina hvert ferðinni sé heitið.

Vertu í bandi – spurðu – komdu með!