Bláfell á Kili 1.204m

From: 8.900 kr.

2025 dagsetningar:
– 5. apríl

Boðið er upp á sérferðir fyrir hópa – sendu fyrirspurn á info@afstad.com

Category:

Description

Byrjaðu sumarið af krafti og komdu með í stórskemmtilega göngu á Bláfell á Kili! Fjallið býður upp á fallegt útsýni yfir margar af helstu perlum landsins, t.d. Kerlingarfjöll, Jarlhettur og auðvitað er jöklasýnin til staðar!
Gangan á fjallið er brött á fótinn þar sem gengið er um brattar brekkur alla leið á toppinn. Leiðin býður upp á mörg stopp til að mynda og borða nesti og það ætlum við að gera, njóta en ekki þjóta!
Leiðin er um 8 km löng með 650m hækkun. Hún mun taka okkur 4-5 klst. og fer það eftir færi. Leiðin er ekki tæknileg.

Ferðin hefst og endar á bílastæðinu við fjallið sjálft en þangað er fært öllum bílum.

Nánari upplýsingar eru veittar með tölvupósti á netfanginu info@afstad.com eða í síma okkar 790 2800.

Innifalið:
-Leiðsögn

Verð : 8.900kr.
Sendur er reikningur á þátttakendur og telst sæti frátekið þegar hann er greiddur.
Nánari upplýsingar um útbúnað, fyrirkomulag og dagskrá eru sendar með staðfestingarpósti.

Ferðaskilmálar

Vertu í bandi – spurðu – komdu með!