Af Stað – Fyrir byrjendur

From: 25.900 kr.

2024 dagsetningar:
– 22. janúar
– 6. maí
– 26. ágúst

Category:

Description

Ef þig hefur langað til að prófa útivist og fjallgöngur en veist ekki í hvorn fótinn þú átt að stíga – eða hvar þú átt að byrja, þá er þetta námskeið akkúrat fyrir þig!

Við kynnum til leiks Af Stað – Fyrir byrjendur, námskeið sem kennir grunninn í útivist og fjallgöngum.

Námskeiðið er uppbyggt þannig að með meiri þekkingu og aukinni reynslu verða göngurnar meira krefjandi. Farið er rólega af stað og miðað er við að þátttakendur séu byrjendur eða stutt komnir á þessu sviði.
Í göngunum er farið yfir atriði eins og göngutækni og líkamsbeitingu, rétt stilltan búnað og notkun hans ásamt lausnum við hinum ýmsu kvillum sem geta komið upp á. Í rafrænu kennslustundinni er loks farið yfir atriði sem snúa að fatnaði, nesti, öryggisbúnaði og leiðarvali.

Námskeiðið er kennt með það í huga að þátttakendur geti haldið áfram á eigin vegum af öryggi og með ánægju.

Námskeiðið er kennt í 4 vikur á virkum kvöldum. Því lýkur loks á langri dagsgöngu um helgi þar sem allt kennsluefnið kemur saman og þátttakendur útskrifast, tilbúnir í framhaldið.

Göngurnar hefjast kl. 18 á virkum kvöldum, nema sú síðasta sem hefst kl. 9 um helgi.

Á árinu 2024 verður boðið upp á 3 byrjendanámskeið (janúar – maí – ágúst) og eru dagsetningarnar hér að neðan.

– Úlfarsfell – 22. janúar EÐA 6. maí EÐA 26. ágúst
– Rafræn kennslustund – 25. janúar EÐA 8. maí EÐA 29. ágúst
– Helgafell í Hafnarfirði – 29. janúar EÐA 13. maí EÐA 2. september
– Mosfell – 1. febrúar EÐA 16. maí EÐA 5. september
– Litli Meitill – 5. febrúar EÐA 21. maí EÐA 9. september
– Móskarðshnúkar – 8. febrúar EÐA 23. maí EÐA 12. september
– Smáþúfur Esjunnar – 12. febrúar EÐA 27. maí EÐA 16. september
– Sogið í Krýsuvík – 17. febrúar EÐA 1. júní EÐA 21. september

Nánari upplýsingar eru veittar með tölvupósti á netfanginu info@afstad.com eða í síma okkar 790 2800.

Verð : 25.900kr.

Veittur er 20% afsláttur af seinna gjaldi ef hjón eða pör skrá sig saman (sama lögheimili).
Sendur er reikningur á þátttakendur og telst sæti frátekið þegar hann er greiddur.
Nánari upplýsingar, fyrirkomulag og dagskrá eru sendar með staðfestingarpósti.

Ath. námskeiðið fæst niðurgreitt hjá flestum stéttarfélögum. Við hvetjum alla til að kanna það hjá sínu.

Ferðaskilmálar

Vertu í bandi – spurðu – komdu með!