Fellið með mörgu nöfnin, Grímmannsfell – Grímansfell – Grimmansfell, eins og það er þekkt líka, setur svip sinn á Mosfellsheiðina og liggur fyrir ofan Gljúfrastein. Við keyrum að öllu jöfnu fram hjá því á leið okkar á Þingvelli. Kíkjum að þessu sinni aðeins betur á það.
Posts published in “Leiðarlýsingar”
Vífilsfell ber fyrir augum okkar þegar við keyrum Hellisheiðina. Þetta háa og tignarlega fjall er skemmtilegt að ganga á og verðlaunar það mann með miklu útsýni til allra átta. Þetta er ævintýrafjall sem við mælum svo sannarlega með!
Keilir, þetta fallega keilulaga fjall sem margir hafa séð á ferð sinni um Reykjanesbrautina, er viðfangsefnið okkar í dag. Úr fjarska virðist það standa eitt og sér og það fer ekki mikið fyrir því. En þegar maður nálgast fjallið sjálft sýnir það sitt rétta andlit.
Að ganga Glym er frábær skemmtun og skiptir árstíð litlu máli, það er alltaf hægt að sjá eitthvað nýtt og skemmtilegt á leiðinni. Að þessu sinni ætlum við þó að labba aðeins lengra en á toppinn sjálfan…og ekki gleyma handklæðinu.
Svæðið sem margir hafa heyrt af en fáir hafa gengið, Trölladyngja og Grænadyngja, er í örfjarlægð frá höfuðborginni og leynir mikið á sér. Þessa leið er því vert að skoða betur.
Hengilssvæðið þekkja eflaust margir, það býr yfir mörgum skemmtilegum göngu- og hjólaleiðum sem vert er að skoða. Fjölbreytileikinn er mikill og allir ættu að geta fundið göngu við sitt hæfi. Hér er hægt að finna umfjöllun um eina í lengri kanntinum, alla leið upp á Vörðuskeggja. Kíkið á hana endilega.…
Hengillinn er svæði sem eflaust flestir hafa keyrt ómeðvitað framhjá á leið sinni yfir Hellisheiðina. Svæðið liggur á vinstri hönd ef keyrt er í austurátt í Hveragerði. Formlega göngusvæðið hefst fyrir ofan virkjun ON og liggur yfir Hengilinn í átt að Vörðuskeggja (803m), hæsta punkti á þessu svæði. Frá honum…