Press "Enter" to skip to content

Fagnaðu vetrinum með okkur!

Það hefur skapast hefð fyrir því hjá okkur að bjóða til fjallaveislu í lok hvers árs án endurgjalds, lengja þannig göngutímabilið og klára árið með stæl. Og eins og fyrri ár verður engin breyting á því núna!
Við þökkum fyrir frábært gönguár sem 2024 hefur verið, frábærar ferðir og minningar með öllum.

Í desember ætlum við að bjóða upp á þrjár skemmtilegar og fjölbreyttar göngur þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Og ef valið á milli þessara ferð er of erfitt þá má að sjálfsögðu skrá sig í þær allar!

Ferðirnar sem í boði verða í ár eru eftirfarandi:
1. desember (sunnudagur)Hringur á Móskarðshnúkum
7. desember (laugardagur)Glymur
14. desember (laugardagur)Hengill & Vörðuskeggi

Nánari upplýsingar um ferðirnar má finna á Facebook síðu okkar undir “events” eða með því að smella á hvern hlekk fyrir sig hér fyrir ofan. Skráning fer svo í gegnum tölvupóst okkar, info@afstad.com

Við bjóðum alla velkomna með í desember – njótum saman og eigum góðar stundir í desember!

Sjáumst! ❤️

Ferðaáætlun 2025 er komin út!