Press "Enter" to skip to content

Ferðaáætlun 2023 er komin í loftið!

Ferðaáætlun Af Stað fyrir næsta ár er nú komin í heild sinni í loftið og við fögnum því saman! Áætlunin er stór og mikil þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

FERÐAÁÆTLUN 2023

Nú er því tilefni til að setjast niður með góðan súkkulaðimola og renna í gegnum það sem verður í boði á árinu.
Þess ber að geta að engar verðhækkanir verða á milli ára hjá okkur og geta því allir gengið að sömu góðu verðunum á næsta ári.


Veittur er 20% afsláttur af öllum námskeiðum í forsölu með kóðanum “forskraning2023” og gildir hann til 11. desember nk.

Á næsta ári fagnar vefurinn 5 ára afmæli sínu og verðum við með allskyns uppákomur því tengdu þegar líður á vorið og til viðbótar við þessa glæsilegu ferðaáætlun. Við hvetjum því alla til að fylgjast með Af Stað, hér á vefnum sem og á Facebook síðu okkar og Instagram.

Takk fyrir gott ár sem er að líða og við hlökkum til að taka þátt með ykkur í nýjum ævintýrum á komandi ferðaári.

Við bjóðum núverandi göngufélaga velkomna aftur og hvetjum nýja til að koma með!