Press "Enter" to skip to content

Posts published in “Leiðarlýsingar”

Selvogsgata

Fyrir ofan Hafnarfjörð, milli Bláfjalla og Krýsuvíkur, liggur falin perla sem nauðsynlegt er að skoða aðeins betur. Við kynnum til sögunnar næstu A-til-B göngu, Selvogsgötu. Selvogsgata er fórn þjóðleið sem liggur frá Selvogi og Hlíðarvatni og alla leið til Hafnafjarðar. Hún var mikið farin af fólki sem átti leið sína…

Kattartjarnaleið

Þriðja og síðasta A-til-B gangan sem við birtum í bili er Kattartjarnaleið, en áður höfum við fjallað um Leggjabrjót og Síldarmannagötur.  Kattartjarnaleið er óhemju fjölbreytt og skemmtileg leið sem liggur milli Hveragerðis og Grafningsvegar við sunnanvert Þingvallavatn. Við kjósum að hefja leika í Hveragerði, þá klárast hækkunin okkar snemma og…

Síldarmannagötur

Á næstu dögum ætlum við að birta þrjár skemmtilegar, A-til-B göngur sem henta flestum. Fyrst fjölluðum við um Leggjabrjót og hér kemur sú næsta í röðinni, Síldarmannagötur. Í þessari leiðarlýsingu fetum við í fótspor forfeðra okkar og örkum gömlu verslunar- og þjóðleiðina Síldarmannagötur. Síldarmannagötur liggja úr Botnsdal í Hvalfirði og yfir…

Leggjabrjótur

Á næstu dögum ætlum við að birta þrjár skemmtilegar, A-til-B göngur sem henta flestum. Hér kemur sú fyrsta, Leggjabrjótur. Leiðin yfir Leggjabrjót var mikið farin hér áður fyrr og er ein fjölda þjóðleiða í nágrenni höfuðborgarinnar. Menn ríðu milli sveita um skarðið sem skilur Botnssúlurnar frá Búrfelli á Þingvöllum, yfir…

Æsustaðafjall (220m) & Reykjafell (269m)

Ofan við Mosfellsbæ leynist stutt og skemmtileg gönguleið sem hentar frábærlega sem fjölskylduganga (t.d. fyrir eða eftir sunnudagsheimsóknina í bakaríið!) eða góðviðrisrölt eftir vinnu. Breyttu út af vananum og kíktu á Æsustaðafjall og Reykjafell! Við keyrum upp í Mosfellsdal og beygjum til hægri inn á afleggjarann að Hlaðgerðarkoti. Fljótlega beygjum…

Akrafjall – Hringleið (643m)

Akrafjall þekkja allir, við á höfuðborgarsvæðinu höfum eflaust flest margsinnis virt það fyrir okkur á góðviðrisdögum. Því miður hafa færri gert öfugt og virt höfuðborgarsvæðið fyrir sér frá fjallinu. Okkur langar því að benda ykkur á fína leið til að kynnast fjallinu í heild sinni á einum, góðum degi.  Akrafjall…

Búrfell á Þingvöllum (783m)

Ætli Búrfell sé ekki eitt af algengustu heitum á Íslandi, þau eru það mörg að nauðsynlegt er að nefna í hvaða landshluta maður er að fara þegar talað er um fjallið. Að þessu sinni ætlum við á Þingvelli! Þegar ekið er á Þingvelli stendur Búrfellið á vinstri hönd og berst…

Hvalfell (852m)

Í Hvalfirði er að finna mikið magn af fallegum tindum og höfum við áður fjallað um nokkra þeirra. Að þessu sinni ætlum við að heimsækja þann sem kenndur er við fjörðinn sjálfan, Hvalfellið góða. Þó það gnæfir 852m metra yfir sjávarmáli þá er fjallið skilgreint sem fell vegna flats topps…

Vatnshlíðarhorn í Krýsuvík (385m)

Ást okkar á Krýsuvík leynir sér ekki, þetta svæði hefur gjörsamlega allt! Hvort sem maður er að leita að stuttri og skemmtilegri göngu, lengri og aflíðandi eða krefjandi klifri, það finnst allt hérna í bakgarðinum! Að þessu sinni ætlum við kynnast Vatnshlíðarhorni, þeim tindi sem blasir við manni þegar komið…