Press "Enter" to skip to content

Nýtt ár – ný markmið

2019 er hafið, núllpunkturinn kominn og nú hefjast allir handa við að setja sér ný markmið fyrir árið. Við styðjum markmið þar sem þau geta gert okkur gott, haldið okkur við efnið og fangað sigur tilfininguna þegar þeim er náð.

Markmið þurfa þó ekki að vera “stærst – “best” – “hæst” – “mest”. Markmið eru sérsniðin að hverjum og einum og er það góð regla að horfa á sjálf okkur, hverju við viljum ná og áorka. Ekki horfa á félagan og miða allt við hann, gera meira eða betur en hann. Það er nefnilega mikilvægt að hafa í huga að markmið eru persónuleg, við setjum okkur þau, við þurfum að leggja ýmislegt undir til að ná þeim og við fögnum þeim þegar það gerist. Það er gott að vera með félaga til að halda manni við efnið en munum bara, hann setur manni ekki markmiðið. Við gerum það.

Við munum ræða markmið mikið næstu daga og vikur og þannig reyna að hjálpa ykkur við að halda fókús og sigrast þannig á erfiðasta tímanum, fyrstu vikum ársins.

Einnig minnum við á þessa færslu hérna, um hvað margt smátt getur gert eitt risa stórt!

 

Af stað nú…setjið ykkur markmið fyrir 2019!