Press "Enter" to skip to content

Fimmtudagshugvekjan – lítið dæmi um markmið

Við eigum það til að setja okkur allskyns markmið niður, þeim hærri sem þau eru þeim betri. Er það ekki? Eða hvað….

Þetta er eitthvað sem fólk spáir alltof mikið í að okkar mati. Markmið eru markmið hvers og eins, þau eiga að vera sniðin að hverjum og einum því það er aðeins sá einstaklingur sem getur náð þeim. Ef við förum að setja okkur markmið í takt við það sem aðrir eru að gera þá er hætta á því að þau verði of lág og ekki metnaðargjörn eða of há og ekki raunveruleg.

Það er því mikilvægt að setja sjálfum sér markmið út frá sinni getu eða hugmynd um bætingu.

Við höfum alltaf tekið eitt lítið dæmi til hliðsjónar fyrir þá sem eru að byrja að koma sér af stað.
Settu þér markmið um að fara í eina stutta fjallgöngu á viku, seinni part dags eftir vinnu. Það hjálpar manni við að hreinsa hugan, anda að sér hreinu súrefni og fá hjartað til að slá aðeins hraðar. Segjum að fjallið sem þú velur er Úlfarsfell…þá lítur þetta svona út eftir árið:

Fjöldi ganga : 52!
Fjöldi km : 208 km!

…og allt þetta gerist bara með því að fara út EINU sinni í viku í klukkutíma eða svo. Eitt lítið fjall býr til þessar háu tölur eftir árið. “Margt smátt gerir eitt stórt.”

Eins og þið sjáið, markmiðin þurfa ekki að vera himinhá og óraunverulega erfið…þau þurfa bara að vera í takt við okkur sjálf.

 

Af stað…og nú með markmið í huga!

Comments are closed.