Press "Enter" to skip to content

Boston maraþonið – Hver er Sarah Sellers?

Boston maraþonið fór fram síðasta mánudag. Alls hlupu 30.000 þáttakendur þetta sögufræga hlaup og stóð það svo sannarlega undir væntingum.

Að þessu sinni voru öll augu á kvennaflokknum þar sem sigurvegarinn var Bandarískur í fyrsta sinn frá árinu 1985. Desiree Lindin hljóp til sigurs á tímanum 2:39:54 og var 4 mínutum á undan næstu konu, Soru Sellers.

Og þar hefst ótrúleg frásögn.

Sarah þessi er ekki atvinnumaður, hún er ekki með styrktaraðila á bakvið sig og hún er ekki með tuga maraþona reynslu. Það sem hún er hins vegar er 26 ára hjúkrúnarfræðingur sem æfir fyrir vinnu eða seint á kvöldin, hefur reynslu af styttri hlaupum og var að hlaupa sitt annað maraþon á mánudaginn! Þess má við bæta að hún varð gjaldgeng í Boston maraþonið þegar hún sigraði sitt FYRSTA maraþon í september síðastliðnum.

Eins og fyrr segir þá lenti Sarah Sellers í öðru sæti í hlaupinu og var aðeins 4 mínútum á eftir sigurvegaranum. Með þessum árangri tryggði hún sér rúmlega 7.400.000kr verðlaunafé og þáttöku í úrtöksmótum fyrir næstu Ólympíuleika.

Vel gert!

Comments are closed.